Ferill 444. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1996–97. – 1066 ár frá stofnun Alþingis.
121. löggjafarþing. – 444 . mál.


1155. Breytingartillögur



við frv. til l. um breyt. á l. nr. 24 7. maí 1986, um skiptaverðmæti og greiðslumiðlun innan sjávarútvegsins, með síðari breytingum.

Frá sjávarútvegsnefnd.



    Við 1. gr. Greinin orðist svo:
                  Eftirfarandi breytingar verða á 5. gr. laganna:
         
    
    Í stað „15%“ í 1., 2. og 3. mgr. kemur: 8%.
         
    
    Við 1. mgr. bætist nýr málsliður er orðast svo: Sambærileg skylda hvílir á þeim sem taka fiskafurðir í umboðssölu.
    Við 2. gr. Greinin orðist svo:
                  Eftirfarandi breytingar verða á 6. gr. laganna:
         
    
    Á eftir orðinu „fiskkaupendur“ kemur: svo og þeir sem taka sjávarafurðir í umboðssölu.
         
    
    Í stað „10%“ kemur: 8,4%.
         
    
    Í stað orðanna „Stofnfjársjóði fiskiskipa“ kemur: Lífeyrissjóði sjómanna.
    Á eftir 3. gr. komi ný grein, er verði 4. gr., sem orðist svo:
                  Eftirfarandi breytingar verða á 8. gr. laganna:
         
    
    Í stað „48%“ í 1. tölul. kemur: 37,5%.
         
    
    Í stað „47%“ í 2. tölul. kemur: 56,5%.
         
    
    Í stað „5%“ í 3. tölul. kemur: 6%.
    Við 4. gr. (er verði 5. gr.)
         
    
    Í stað orðanna „getur aðili“ í 1. málsl. 2. efnismgr. komi: geta þau samtök sem um er rætt í 2. og 3. tölul. 1. mgr.
         
    
    Á eftir 3. málsl. 2. efnismgr. komi nýr málsliður er orðist svo: Gerðardómi um skiptingu fjár skv. 3. tölul. 1. mgr. er heimilt að taka mið af fleiri atriðum en um er rætt í 2. mgr.